Hreinleikinn á Íslandi laðar að líftæknifyrirtæki – mbl.is

Alþjóðlega líf­tæknifyr­ir­tækið Al­galif mun á næstu árum fjár­festa hér á landi fyr­ir sem nem­ur 2,2 millj­örðum, en það hef­ur þróað og fram­leiðir fæðubót­ar­efni. Orri Björns­son er í for­svari fyr­ir fyr­ir­tækið hér á landi, en hann hef­ur unnið í ís­lenska lyfja­geir­an­um síðustu 20 ár, meðal ann­ars hjá Acta­vis. Hann seg­ir að aðstæður hér á landi séu hag­stæðar fyr­ir upp­bygg­ingu líf­tæknifyr­ir­tækja, sér­stak­lega varðandi kostnað og hrein­leika. Þó sé fjár­fest­ingaum­hverfið hindr­andi og skatt­ar og reglu­gerðir geti einnig fælt frá.

Upp­bygg­ing á næstu árum

Upp­bygg­ing fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi mun hefjast í lok þessa árs eða á því næsta, en það er á síðustu metr­un­um með fjár­fest­inga­samn­ing við ís­lenska ríkið. Orri seg­ir í sam­tali við mbl.is að á næsta ári verði stærst­ur hluti starf­sem­inn­ar sett­ur upp og von­ast hann til að um 20% fram­leiðslunn­ar hefj­ist það ár. Árið 2015 er svo áformað að auka fram­leiðsluna enn frek­ar og ef allt geng­ur að ósk­um verður farið í stækk­un árið 2016.

Heild­ar­fjárfest­ing verk­efn­is­ins er um 2,2 millj­arðar, en Orri seg­ir að það sé helst í formi tækja og búnaðar, sem og þró­un­ar­kostnaðar. Hann seg­ir að ef farið verði í aukna upp­bygg­ingu seinna meir kalli það svo á frek­ari fjár­fest­ingu, en hún kem­ur öll frá út­lönd­um. Hann seg­ir ekki tíma­bært að gefa fjár­fest­ana upp að svo stöddu, en seg­ir þá vera alþjóðlega, fyrst og fremst frá Evr­ópu, en einnig frá Banda­ríkj­un­um.

Vil­yrði fyr­ir stærri lóð

Gert er ráð fyr­ir að um 25-30 manns muni vinna við fram­leiðsluna í upp­hafi, en eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku verður stór hluti þeirra há­menntuð störf. Orri úti­lok­ar þó ekki að sú tala muni aukast enn frek­ar þegar fram líða stund­ir og bend­ir hann þar á mögu­lega stækk­un á næstu árum, en fyr­ir­tækið hef­ur þegar fengið vil­yrði fyr­ir stærri lóð á Ásbrú­ar­svæðinu. Fyrst um sinn mun fyr­ir­tækið þó leigja hús­næði af Kadeco, þró­un­ar­fé­lagi Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Hag­stætt um­hverfi hér á landi

Meðal ástæðna fyr­ir því að Ísland varð fyr­ir val­inu eru að sögn Orra hag­stæð skil­yrði hér á landi. Nefn­ir hann að kostnaður við þróun hér sé hag­stæður, meðal ann­ars þar sem fyr­ir­tækið þurfi tölu­vert af raf­orku og vatni, en hvort tveggja sé til­tölu­lega ódýrt hér á landi. Þá nefn­ir hann einnig að fyr­ir­tækið þurfi að verj­ast meng­un í sinni þróun, en það sé mun auðveld­ara hér á landi en í mörg­um öðrum lönd­um þar sem hiti er um og yfir 25°C á sumr­in. Að lok­um seg­ir hann viss­an grunn inn­an fyr­ir­tæk­is­ins vera frá Íslandi og það þekki því inn á ís­lensk­ar aðstæður.

Al­galif hef­ur verið í viðræðum við stjórn­völd um fjár­fest­inga­samn­ing með íviln­un­um, en Orri seg­ir að það sé í formi af­slátta af fast­eigna­gjöld­um og trygg­inga­gjöld­um. Þá muni fyr­ir­tækið einnig sækj­ast eft­ir end­ur­greiðslu á þró­un­ar­kostnaði, eins og er í boði fyr­ir önn­ur ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Þetta seg­ir hann að hafi vegið þyngra í ákvörðun um að byggja upp fyr­ir­tækið hér á landi en fjár­magns­höft, skatt­ar og sveiflu­kennd­ara efna­hags­ástand en ger­ist í mörg­um öðrum lönd­um.

Eig­end­ur áður verið í dreif­ingu og smá­sölu

Orri seg­ir að aðal­eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi mikla reynslu af dreif­ingu og smá­sölu tengdri líf­tækni og þeir hafi orðið var­ir við skort á heims­markaði á viss­um vör­um. Þannig hafi þeir ákveðið að grípa tæki­færið og stokkið til og hafið þróun á vör­unni fyr­ir nokkru. Nú sé aft­ur á móti komið að fram­leiðslunni og hag­stæðast hafi þótt að hefja hana hér á landi. Orri seg­ir að seinna meir verði einnig farið í frek­ari þró­un­ar­vinnu og von­ast er til þess að fyr­ir­tækið muni fram­leiða fleiri vör­ur inn­an tíðar.

 

Hreinleikinn á Íslandi laðar að líftæknifyrirtæki  – mbl.is