“Nánast takmarkalaus markaður” – mbl.is

Skarp­héðinn Orri Björns­son, fram­kvæmda­stjóri líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Al­ga­lífs
Skarp­héðinn Orri Björns­son, fram­kvæmda­stjóri líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Al­ga­lífs

Skrifað var und­ir fjár­fest­ing­ar­samn­ing upp á 2 millj­arða króna vegna örþör­unga­verk­smiðju Al­ga­lífs á Ásbrú en 30 störf munu skap­ast í tengsl­um við starf­sem­ina. Stefnt er á að hefja fram­leiðslu á þessu ári en mik­il eft­ir­spurn er eft­ir andoxun­ar­efni sem unnið er úr örþör­ung­um og notað m.a. í víta­mín og fæðubót­ar­efni.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Skarp­héðinn Orri Björns­son, fram­kvæmda­stjóri líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Al­ga­lífs, skrifuðu und­ir samn­ing­inn en fyr­ir­tækið var stofnað í ág­úst 2012 og er í eigu norska fé­lags­ins NutraQ A/​S.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Skarp­héðinn Orri er bjart­sýnn á að um­svif Al­ga­lífs verði mun meiri þar sem hægt væri að fram­leiða 30-40% meira af efn­inu Astax­ant­hin: „Vöxt­ur­inn hef­ur verið síðustu ár 10-20% þannig að þetta virðist vera gríðarlega mik­ill markaður og í raun­inni eru örfá pró­sent jarðarbúa sem eru að nota efnið í dag þannig að það er nán­ast tak­marka­laus markaður.“

Skil­yrði eru sögð sér­stak­lega hag­stæð á  Íslandi til fram­leiðslu af þessu tagi, ná­lægð við alþjóðaflug­völl, hreint vatn, ör­ugg af­hend­ing orku og hæft starfs­fólk voru meðal þeirra þátta sem réðu staðar­val­inu.

Al­ga­líf nýt­ir nú 1.500 m² hús­næði sem þegar er til á Ásbrú, fyrr­ver­andi varn­ar­svæðinu við Kefla­vík­ur­flug­völl, en mun byggja við það um 6.000 m². Gengið hef­ur verið frá öll­um samn­ing­um við KADECO, Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar ehf. Sam­tals verða verk­smiðja og rann­sókn­ar­stof­ur á 7.500 m² þegar upp­bygg­ing­unni verður lokið.

 

“Nánast takmarkalaus markaður” – mbl.is