Sú fullkomnasta sinnar tegundar – mbl.is

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði verksmiðjuna formlega í dag. Photographer.is / Geirix
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði verksmiðjuna formlega í dag. Photographer.is / Geirix

Örþör­unga­verk­smiðja líf­tæknifyr­ir­tæk­isns Al­ga­lífs á Reykja­nesi var form­lega opnuð í dag en hún er sú full­komn­asta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um og nam kostnaður við upp­bygg­ingu henn­ar um tveim­ur millj­örðum króna. Um tutt­ugu manns hafa þegar hafið störf hjá verk­smiðjunni en í heild­ina á hún að skapa þrjá­tíu störf.

Al­ga­líf Ice­land ehf. var stofnað í ág­úst 2012 og er í eigu norska fé­lags­ins NutraQ A/​S. Fram­kvæmda­stjóri fy­ritæk­is­ins er Skarp­héðinn Orri Björns­son sem hef­ur um ára­bil starfað í lyfja­geir­an­um, meðal ann­ars hjá Acta­vis og einnig sem sér­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­einuðu þjóðunum vegna upp­bygg­ing­ar á nú­tíma lyfja­verk­smiðjum í Afr­íku.

Í versksmiðjunni verða ræktaðir örþör­ung­ar sem nefn­ast Haematococcus Plu­vial­is. Úr þeim er unnið virka efnið Astax­ant­hin. Það er sterkt andoxun­ar­efni sem notað er í fæðubót­ar­efni og víta­mín­blönd­ur, auk þess að vera neytt í hylkja­formi. Að sögn Skarp­héðins er mik­ill og vax­andi markaður er fyr­ir efnið og ann­ar heims­fram­leiðslan hvergi nærri eft­ir­spurn.

Skil­yrði til grænn­ar há­tækni­fram­leiðslu af þessu tagi eru tal­in sér­stak­lega hag­stæð hér á landi, en ná­lægð við alþjóðaflug­völl, hreint vatn, ör­ugg af­hend­ing orku og hæft starfs­fólk eru sögð á meðal þeirra þátta sem réðu staðar­val­inu.

7.500 fer­metra hús­næði

Þá er fram­leiðslan er sér­lega um­hverf­i­s­væn og er verk­smiðjan sú full­komn­asta sinn­ar gerðar í heim­in­um. Þör­ung­arn­ir eru ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem nær­ingu, hita og birtu­magni er stýrt ná­kvæm­lega.

Al­ga­líf nýt­ir nú 1.500 fer­metra hús­næði sem þegar er til á Ásbrú, fyrr­um varn­ar­svæðinu við Kefla­vík­ur­flug­völl, en til stend­ur að byggja við það um 6.000 fer­metra til viðbót­ar. Gengið hef­ur verið frá öll­um samn­ing­um við KADECO, Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar ehf. Sam­tals verða því verk­smiðja og rann­sókn­ar­stof­ur í 7.500 fer­metra hús­næði þegar upp­bygg­ing­unni verður lokið. Fram­leiðslan hefst strax en áætlað er að full­um af­köst­um verður náð árið 2016.

Verk­smiðja Al­ga­lífs mun nota 5 mega­vött af raf­orku til fram­leiðslunn­ar sam­kvæmt samn­ingi við HS orku um raf­orku­kaup til 25 ára.

 

Sú fullkomnasta sinnar tegundar – mbl.is