Algalíf 25 milljarða virði? – mbl.is

Verið er að reisa nýja þörungaverksmiðju við höfuðstöðvar Algalífs sem mun ríflega þrefalda framleiðsluna. mbl.is/Eggert
Verið er að reisa nýja þörungaverksmiðju við höfuðstöðvar Algalífs sem mun ríflega þrefalda framleiðsluna. mbl.is/Eggert
Verið er að reisa nýja þörungaverksmiðju við höfuðstöðvar Algalífs sem mun ríflega þrefalda framleiðsluna. mbl.is/Eggert

Al­ga­líf hyggst marg­falda fram­leiðslu á fæðubót­ar­efn­inu astax­anthíni en eig­end­urn­ir eru opn­ir fyr­ir að selja fé­lagið til Íslend­inga.

Orri Björns­son, for­stjóri Al­ga­lífs, seg­ir áætlað að verk­smiðja fyr­ir­tæk­is­ins verði 25 millj­arða króna virði þegar stækk­un henn­ar lýk­ur árið 2023. Fyr­ir­tækið hygg­ist sækja fram á nýj­um mörkuðum en það geri ráð fyr­ir að markaður­inn fyr­ir astax­anthín muni marg­fald­ast á næstu árum.

Al­ga­líf not­ar nú að meðaltali 2,5 MW og eykst notk­un­in í 8,5-9 MW eft­ir stækk­un úr 1.500 í 5.000 kíló sem lýk­ur árið 2023. Svo er áformað að tvö­falda fram­leiðsluna í 10.000 kíló og eykst orkuþörf­in þá í 15-18 MW. Verðmætið gæti þá orðið 50 millj­arðar, sé gengið út frá fyrra mati á verðmæt­inu eft­ir stækk­un­ina 2023.

Orkukrepp­an í Evr­ópu styrk­ir stöðuna

Orri seg­ir hækk­andi raf­orku­verð í Evr­ópu hafa styrkt sam­keppn­is­stöðu Al­ga­lífs. „Ég veit fyr­ir víst að fyr­ir­tæki sem eru að fram­leiða astax­anthín í Evr­ópu borga fjór­um og jafn­vel fimm sinn­um meira fyr­ir ork­una í dag, sem er skelfi­legt fyr­ir þau. Þótt ork­an sé kannski ekki nema 15% af sölu­verðinu hjá okk­ur geng­ur dæmið ekki upp ef orku­verð er orðið fjór­um sinn­um hærra,“ seg­ir Orri sem tel­ur ólík­legt að orku­verðið lækki í fyrra horf í Evr­ópu.

Ýtar­lega er rætt við Orra um tæki­fær­in fram und­an í miðopnu­viðtali ViðskiptaMogg­ans í dag.

 

Algalíf 25 milljarða virði? – mbl.is